3.9 C
Selfoss

Jurtir tíndar í te Heilsustofn­unar í Hveragerði

Vinsælast

Árleg grasaferð NLFR í þágu Heilsustofnunar í Hveragerði fór fram í byrjun síð­asta mánaðar í blíðskapar­veðri. Fjöldi manns var mættur til að tína jurtir í te Heilsustofn­unar undir styrkri stjórn Jónasar V. Grétarssonar garðyrkjustjóra Heilsu­stofn­un­ar.

Í ár var tínt blóðberg og gulmaðra, þekktar lækningajurtir á Íslandi og góðar í te. Björn Halldórsson prestur í Sauðlauksdal sem var frumkvöðull í garðrækt og jarðyrkju á Íslandi, sagði um blóðbergið: „Seyði af þessari urt, sem te drukkið, er gott við hósta, læknar ölsýki þeirra manna, að morgni drukkið, sem ofdrukkið höfðu vín að kvöldi. Sé þessari urt stráð á gólf, eða reykt með henni í húsum, ellegar hún seydd í vatni og sama vatni dreift um húsið, flýja þaðan flær“.

Blóðberg. Mynd: HNFLÍ.

Jurtirnar voru tíndar í göngufæri við Heilsustofnun og voru heimtur góðar. Að tínslu lokinn var boðið upp á veitingar í Matstofu Jónasar. Hópnum bauðst svo frír aðgangur að baðhúsi Heilsustofnunar að lokinni ferðinni.

Nýjar fréttir