Fyrstu tvær bækur Flóamannabókar koma út 2020

Fjórir menn á vörubílspalli. Þeir voru dulítið minni trukkarnir í gamla daga en gerist í dag. Myndin er líklega tekin á fjórða áratugnum áður en Sigurður kom að Hraungerði og textinn sem fylgdi var: Kristján Jóhann Kristjánsson, Eggert Kristjánsson, Óli í skóbúðinni og Sigurður Pálsson í Hraungerði. Mynd af Facebook-síðu Flóamannabókar.

Um þessar mundir er verið að skrifa Flóamannabók. Staða verkefnisins var kynnt á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 9. júlí sl. Guðni Ágústsson, Jón M. Ívarsson og Veronika Narfadóttir mættu til fundarins. Þau þökkuðu Flóahreppi fyrir stuðning við Flóamannabók og kynntu stöðuna á verkefninu. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvær bækurnar um Hraungerðishrepp komi út fyrri hluta árs 2020.

Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti yfir ánægju með verkið og framgang þess og þakkaði stjórn og bókarritara fyrir þann áhuga og dugnað sem þau hafa sýnt.