Ærin verkefni hjá Lögreglunni á Suðurlandi undanfarið

Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingar. Mynd: Lögreglan.

Lögreglan á Suðurlandi hefur fengist við ýmis verkefni undanfarið. Í gærkvöldi hlekktist einshreyfils flugvél á í lendingu á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum. Óhappið varð með þeim hætti að vélin snérist í lendingunni, hvolfdi og stöðvaðist á hvolfi. Fulgmaðurinn sem var einn í vélinni slapp ómeiddur. Rannsakendum frá flugsviði Rannsóknarnefndar Samgönguslysa hefur verið gert viðvart og málið komið í farveg þar innandyra.

Laust fyrir hálf átta lenti ökumaður torfæruhjóls utan í girðingu sem liggur meðfram vegi í Landeyjum. Fótur ökumannsins flæktist í girðingunni. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka á fæti og var fluttur með þyrlu LHG til Reykjavíkur til aðhlynningar á Landspítala.

Umtalsverður hraðakstur hefur verið í umdæminu að sögn Lögreglu en fjöldi þeirra eru orðnir 2356 það sem af er ári. Fram kemur að sú tala sé hærri en allt árið í fyrra og rekur menn ekki í minni að slíkur fjöldi ökufanta hafi áður verið stöðvaðir.

Þá eru þrír í sama ökutæki sem fengu kæru fyrir að nota ekki öryggisbelti, tveir kærðir fyrir að aka stóru ökutæki án ökuritaskífu. Ökumanni 50 manna hópferðabíls var gert að hætta akstri en hann reyndist með útrunnin ökuréttindi. Að lokum er tekið fram að skráninganúmer hafi verið klipptar af þremur ökutækjum sem voru ýmist án lögboðinna trygginga eða komin langt fram yfir alla fresti á lögbundinni aðalskoðun.