10 C
Selfoss

Alvarlegt umferðarslys vestan við Hvolsvöll

Vinsælast

Umferðarslys varð nú fyrir skömmu á Suðurlandsvegi skammt vestan við Hvolsvöll. Tvær bifreiðar lentu saman og vor 3 erlendir aðilar í bílunum.

Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar í Reykjavík en þriðja aðilanum var ekið þangað minna slösuðum í sjúkrabíl.

Suðurlandsvegur er lokaður sem stendur, en verið er að útbúa hjáleið.

Tildrög slyssins eru ókunn en unnið er að rannsókn.

Nýjar fréttir