-0.5 C
Selfoss

Ísbúðin fær ekki að heita Eden

Vinsælast

Ósk eigenda ísbúðarinnar í Sunnumörk um að fá afnot af nafninu „Eden“, sem er í eigu Hveragerðisbæjar, hefur verið hafnað. Fram kom í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að meirihlutinn líti svo á að þrátt fyrir að jákvætt sé að ísbúð hafi opnað í bænum líti meirihluti bæjarstjórnar svo á að reksturinn sé ekki í þeim anda sem fólk almennt tengir við Eden í Hveragerði.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram tillögu þar sem lagt var til að vörumerkið Eden verði selt hæstbjóðanda. Það sé ekki hlutverk Hveragerðisbæjar að eiga vörumerki, eins og vörumerkið Eden, og úthluta því til aðila sem meirihluti bæjarstjórnar telur þóknanlegt.

Á fundinum lá fyrir erindi frá Gísla Steinari Gíslasyni um að nafnið Eden færi ekki til annars aðila á meðan unnið sé að því að á lóð tívolísins í Hveragerði rísi verslunar- og þjónustukjarni sem haldið gæti nafninu Eden á lofti.

Það er því ljóst að einhver bið verður á því að fólk geti heimsótt Eden í Hveragerði.

 

 

Random Image

Nýjar fréttir