10 C
Selfoss
Home Fréttir Daði Freyr með tónleika á Sólheimum á laugardaginn

Daði Freyr með tónleika á Sólheimum á laugardaginn

0
Daði Freyr með tónleika á Sólheimum á laugardaginn

Daði Freyr mun spila á Menningarveislu Sólheima í Sólheimakirkju, laugardaginn 29. júlí.

Daði og Gagnamagnið heilluðu Íslendinga upp úr skónum með laginu „Hvað með það“ í forkeppni Eurovision árið 2017. Keppninni fylgdi gríðarleg athygli og hefur Daði átt góðu gengi að fagna allar götur síðan. Samdi hann meðal annars lag áramótaskaupsins árið 2017 ásamt því að vera afar eftirstóttur á hvers kyns tónlistaviðburði vítt og breitt um landið. Árið 2018 flutti Daði með Árnýju unnustu sinni til Kambódíu í hálft ár og gerðu þau m.a. menningarþætti fyrir Rúv sem nutu einnig mikilla vinsælda.

Daði Freyr gaf út fyrstu plötuna sína & Co. í þessum mánuði. Platan inniheldur átta lög þar sem Daði syngur ýmist einn eða með góðum gestum. Daði Freyr er búsettur í Berlín en kemur til landsins í stuttann tíma í sumar og því gullið tækifæri að sjá hann í Sólheimakirkju á laugardaginn kl. 14:00.