8.4 C
Selfoss

Íbúar á Klaustri duglegastir að synda í Hreyfiviku UMFÍ

Vinsælast

Niðurstöður úr Sundkeppni Sveitarfélaga sem fram fór í Hreyfiviku UMFÍ liggja nú fyrir. Sigurvegari 2019 var Skaftárhreppur (Sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri) með 264,8 metra synta á hvern íbúa. Í öðru sæti varð Fjarðarbyggð, nánar tiltekið Eskifjörður með 147 metra synta á hvern íbúa. Þriðja sætið vermir Rangárþing Eystra, Hvolsvöllur, með um 104 metra synta á hvern íbúa. Vert er að nefna að það sveitarfélag synti lengst af öllum keppendum, eða 202 kílómetra. Í heildina syntu öll sveitarfélögin 1.784 kílómetra.

Tölur fyrir næstu sundlaugar (metrar á hvern íbúa):
35,6 Sundlaugin Garði
33,0 Sundlaugin Ólafsvík
28,6 Sundlaugin á Sauðárkróki
22,6 Reykjanesbær – Vatnaveröld
21,3 Sundlaug Hornafjarðar
19,8 Sundlaugin Borg
18,2 Sundlaug Húsavíkur
17,2 Sundlaugin á Egilsstöðum
11,4 Sundlaug Grindavíkur
5,1 Reykholtsslaug

Nýjar fréttir