0.4 C
Selfoss

Nýir rekstraraðilar að Stað á Eyrarbakka

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg gekk nýverið frá samkomulagi við Elínu Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um daglegan rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Samkomulagið gildir frá 1. júní 2019 og felur meðal annars í sér daglega umsjón með húsnæðinu, þrif, minniháttar viðhald, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og móttöku pantana vegna útleigu.

Markmið nýrra rekstraaðila er að auka enn frekar nýtingu á húsnæðinu. Í dag nýtist húsnæðið undir íþróttakennslu, æfingar á vegum Ungmennafélags Eyrarbakka auk viðburða í tengslum við sveitarfélagið og annara viðburða tengda útleigu.

Elín Birna og Ingólfur tóku tóku fyrir skömmu formlega við starfi rekstraraðila af Siggeiri Ingólfssyni. Af því tilefni var boðið uppá sannkallaða hnallþóruveislu með morgunkaffinu á Stað.

Nýjar fréttir