8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Jóhanna Lilja ráðin skólastjóri Flúðaskóla

Jóhanna Lilja ráðin skólastjóri Flúðaskóla

0
Jóhanna Lilja ráðin skólastjóri Flúðaskóla
Jóhanna Lilja Arnardóttir.

Jóhanna Lilja Arnardóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Flúðaskóla. Fimm umsóknir bárust og voru tekin viðtöl við fjóra umsækjendur. Sveitarstjórn samþykkti ráðninguna og ákvað jafnframt að auglýsa eftir aðstoðarskólastjóra.

Jóhanna Lilja var starfandi skólastjóri Flúðaskóla skólaárið 2018–2919 í afleysingum. Hún var jafnframt aðstoðarskólastjóri frá 2007 til 2018. Þar af leysti hún af sem skólastjóri skólaárið 2008–2009. Áður starfaði hún sem grunnskólakennariog aðstoðarskólastjóri við Brautarholtsskóla þ.e. frá 1999 til 2007.