Tré og list í Forsæti

Í Forsæti í Flóahreppi má finna afar áhugavert gallerý þeirra hjóna Ólafs Sigurjónssonar og Bergþóru Guðbergsdóttur. Í myndbandinu fer Ólafur yfir tilurð safnsins, kynnir fyrir okkur einn af smíðagripum sínum. Þá er gerð grein fyrir nýjustu viðbót við safnið sem er svokölluð Orgelstofa. Hún hýsir gamla orgel Landakirkju í Vestmannaeyjum sem dæmt var ónýtt eftir Vestmannaeyjagosið. Ólafur keypti orgelið og fjarlægði það úr kirkjunni og flutti heim til sín. Nú hefur það fengið virðulegan stað á safninu og fær að hljóma við ýmis tækifæri.