0.3 C
Selfoss

Mynstur – tilraunasmiðja í Listasafninu

Vinsælast

Síðasta sunnudag hvers mánaðar hefur Listasafn Árnesinga í Hveragerði boðið börnum og fjölskyldum þeirra að eiga saman gæðastundir í safninu með þátttöku í listasmiðjum. Þessar smiðjur miðast við vetrarmánuðina og nú er komið að síðustu smiðju þessa vetrar sem fer fram sunnudaginn 26. maí kl. 14–16.

Á einn eða annan hátt hafa viðfangsefni hverrar smiðju tengst sýningum safnsins og núna verður unnið út frá sýningunni „Mismunandi endurómun“, þar sem sjá má fjölbreytt verk sex núlifandi myndlistarmanna sem vinna með ýmsar hugmyndir í verkum sínum og nota blandaða tækni í útfærslu þeirra. Í maí listasmiðjunni er þátttakendum boðið að vinna mynstur með blandaðri tækni, því ýmis efni verða notuð til þess að ná fram mismunandi áferð s.s. hveiti, akrýllitir og ýmis furðuleg áhöld.

Smiðjustjóri er sem fyrr Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Hún verður á staðnum til þess að aðstoða þátttakendur. Börn og aðstandendur þeirra eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri, koma og skoða sýninguna, ræða um hana og skapa saman í listasmiðjunni þar sem allt efni er til staðar og aðgangur og þátttaka í listasmiðjunni er ókeypis.

Alltaf er aðstaða fyrir börn og fullorðna til þess að skapa eitthvað á eigin vegum í safninu og njóta sýninganna. Einnig eru verkefni til þess að glíma við í tengslum við sýningar og efnt til einhverra verðlaunaleikja í sumar, en reglulegar fjölskyldusmiðjur hefjast síðan aftur í september, síðasta sunnudag hvers mánaðar.

Heimsókn í safnið og þátttaka í listasmiðum er ókeypis og allir velkomnir.

Random Image

Nýjar fréttir