11.7 C
Selfoss

Biðröð eftir miðum á handboltaleikinn á Selfossi

Vinsælast

Löng biðröð hafði myndast við Hleðsluhöllina á Selfossi upp úr klukkan fimm en byrjað var að selja miða á leik Selfoss og Hauka sem fer fram á Selfossi annað kvöld klukkan sex. Góð stemning var og greinilegt að Selfyssingar ætla að fjölmenna á leikinn og styðja sína menn.

Alls eru 600 miðar í boði fyrir heimamenn en gestirnir fá 150 miða. Miðasalan opnaði kl. 18 og verður opin til a.m.k. kl. 20. Þeir sem eru að spá í að fara á leikinn ættu því að drífa sig og kaupa miða.

Selfyssingar eru 2:1 yfir í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins með sigri á morgun.

Nýjar fréttir