1.7 C
Selfoss

Gróðursett í Þorláksskógum

Vinsælast

Verkefnið Þorláksskóg­ar er komið vel af stað. Ýmis fyrir­tæki hafa tekið að sér reiti, m.a. Landsbjörg vegna sölu plantna í kringum áramótin. Þá hefur End­ur­vinnslan hf. tekið að sér að rækta 30.000 plöntur í 30 hektara reit.

Verkefnið Þorláksskógar bygg­ist á samningi milli Sveitarfélags­ins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Fram­kvæmd­­in felst annars vegar í stöðvun sandfoks með sáningu melgresis, og hins vegar í skóg­rækt. Um­rædd skógrækt verður annars veg­­ar blandaður skógur til útivistar á 2440 hekturum á aust­urhluta svæð­­isins, með t.d. birki, reyni, víði, elri, alaskaösp, sitka­greni og stafafuru, og hins vegar end­ur­­heimt birkiskógar á 2180 hekt­ara svæði, samtals 4620 hekt­arar. Gert er ráð fyrir því að gróð­ur­sett verði í trjálundi á um 20% lands­ins og að skógar breiðist í kjölfarið út. Áætlað er að skipta fram­­kvæmdatímanum í fjögur 5 ára tímabil og verða framkvæmdir aðal­­lega unnar af verktökum und­ir stjórn verkefnisstjórnar.

Nýjar fréttir