7.3 C
Selfoss

Sænski sendiherrann í heimsókn í Sunnulækjarskóla

Vinsælast

Þann 29. apríl síðastliðinn kom sænski sendiherrann Håkan Juholt í heimsókn í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Markmiðið var að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf. Sendiherrann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu Söderström, safnstjóra skólabókasafnsins. Á leiðinni spjallaði sendiherrann við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af starfsemi og nemendum. Þá hafði hann mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren og Smálöndin sem eru hans æskustöðvar. Sendiherrann færði síðan skólanum sænskar bækur að gjöf.

Nýjar fréttir