1.1 C
Selfoss

Skóflustunga að nýju húsi fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu

Vinsælast

Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa fest kaup á hluta af iðnaðarhúsi sem BR Sverrisson ehf. er að byggja á Hellu. Fyrsta skóflustunga að húsinu og þar með nýrri slökkvistöð fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu var tekin fyrir skömmu að viðstöddum sveitarstjórum og oddvitum í Rangárvallasýslu ásamt Slökkviliðsstjóra og stjórnarmönnum Brunavarna Rangárvallssýslu.

Húsið er alls 554 fermetrar en Brunavarnir kaupa 319 fermetra með 110 fermetra millilofti. Húsið verður algjör bylting í aðstöðu fyrir Brunavarnir þar sem það leysir af hólmi eldra húsnæði sem nýtt hefur verið frá 1969 og er í miðju íbúðarhverfi á Hellu. Gert ráð fyrir að nýtt hús verði tekið í notkun snemma árs 2020.

Nýjar fréttir