1.7 C
Selfoss

Forseti FIDE heimsótti Fischersetur

Vinsælast

Mánudaginn 8. apríl sl. heimsótti Arkady Dvorkovich, forseti FIDE, ásamt fylgdarliði, Fischersetrið á Selfossi, en hann var m.a. heiðursgestur Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu. Í þessari Íslandsferð hitti hann einnig Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra til að ræða þá hugmynd að halda heimsmeistaraeinvígið 2022 á Íslandi á 50 ára afmæli einvígis aldarinnar.

Með Arkady komu Smbat Luptian, stórmeistari og skólastjóri armenska skákskólans, og Konstantin Kiselev, aðstoðarmaður Arkadys. Þeir félagar komu við í Laugardælukirkjugarði og lögðu blóm á leiði Bobby Fischers og heimsóttu síðan Fischersetur.

Arkady var aðalframkvæmdastjóri HM í knattspyrnu í Rússlandi sl. sumar og þótti standa sig vel. Þá hefur hann verið aðstoðarmaður forsætisráðherra Rússlands.

Nýjar fréttir