7.3 C
Selfoss

Stoltir starfsmenn læra íslensku

Vinsælast

Farmers Bistro, Flúðasveppir og Flúða-Jörfi buðu starfsmönnum sínum fyrir skömmu upp á íslenskunámskeið, þeim að kostnarðar lausu. Mjög góð þátttaka var en 22 skráðu starfsmenn á námskeiðið.

„Við erum með um 45 starfsmenn í öllum fyrirtækjunum og okkur finnst mikilvægt að samskiptin séu góð og að það sé töluð íslenska á vinnustaðnum. Starfsmenn eru mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Við viljum að starfsmenn séu stoltir af fyrirtækinu og leggi allan sinn metnað í að því gangi vel. Fyrirtækinu er umhugað um sitt starfsfólk og eru auðlindir fólgnar í þekkingu og hæfni þess. Með markvissri þjálfun starfsmanna þá öðlast þeir sjálfstraust og verða öruggari í starfi. Fræðslunet Suðurlands vinnur þetta verkefni með okkur og hefur samstarfið gengið mjög vel,“ segir Ragnheiður Georgsdóttir markaðs- og viðburðastjóri fyrirtækisins.

Farmers Bistro byggir á svokallaðri Slow food stefnu þar sem áhersla er lögð á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi.

„Fyrirtækin hafa stækkað og fleiri starfsmenn verið ráðnir til dæmis eftir að við opnuðum veitingahúsið Farmers Bistro fyrir rúmu ári síðan, en það hefur gengið mjög vel. Það er margt á döfinni hjá okkur, ekki bara íslenskunámskeiðið fyrir starfsmennina. Flúðasveppir eru á fullu í vöruþróun. Við erum í sömu stöðu og margir aðrir varðandi skort á íbúðarhúsnæði fyrir starfsmenn og í því sambandi munum við reisa hér starfsmannaíbúðir í vor. Íbúðirnar verða úr límtréseiningum, svo við séum nú að halda okkur við nærumhverfið eins og á Farmers Bistro. Á Farmers Bistro aðhillumst við nefnilega Slow food og leggjum áherslu á nýtingu hráefnis úr nærumhverfi. Við viljum efla vitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefða og landfræðilegan uppruna matvæla,“ segir Gerorg Ottósson, eigandi Farmers Bistro.

Í apríl er tilboð á nýjum Portobelloborgara á Farmers Bistro, 2 fyrir 1, eða 2.490 kr.

Nýjar fréttir