10 C
Selfoss

Skrifað í landslag í Bókasafni Hveragerðis

Vinsælast

Í dag opnar sýning á verkum eftir Guðmund Óskarsson á Bókasafninu í Hveragerði. Guðmundur hefur látið frá sér fjórar bækur undanfarin ár; eitt smásagnasafn og þrjár skáldsögur. Fyrir skáldsöguna Bankster hlaut Guðmundur Íslensku bókmenntaverðlaunin 2009.

Myndlistarsýningin ber yfirskriftina „Skrifað landslag“. Verkin eru öll unnin með penna og bleki á pappír. Handskrifaðar sögur úr smásagnasafni Guðmundar, Vaxandi nánd (2007), mynda kunnugleg form í framandi litum.

Eitt verka Guðmundar.

Um er að ræða fyrstu einkasýningu Guðmundar. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga kl. 11-18:30, aðra virka daga kl. 13–18:30 og laugardaga kl. 11–14, út apríl.

Nýjar fréttir