6.1 C
Selfoss

Fjölskyldufjör í íþróttahúsi Vallaskóla

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn 6. apríl kl. 14:00, verður haldið „Fjölskyldufjör“ í íþróttahúsinu við Vallaskóla á Selfossi. Fjölskyldufjör er skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um leið styrktarviðburður þar sem safnað verður fyrir sjálfvirku hjartastuðtæki fyrir Brunavarnir Árnessýslu. Aðgangseyrir (styrkur) er 1.000 krónur. Frítt er fyrir börn 5 ára og yngri. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum inn á reikning Brunavarna Árnessýslu (Reikn.nr. 0152-15-370666, kt: 470775-0419. Merkja þarf greiðslurnar „Hjartastuð“).

Slökkviliðið verður á svæðinu og hægt að skoða reykköfunarbúninga, farartæki slökkviliðsins og fleira forvitnilegt. Sett verður verður upp þrautabraut þar sem fólk getur prófað hvort það sé fljótara en slökkviliðið. Einnig verður Zumba fyrir þá sem vilja dilla sér í takt við hressandi tónlist. Frítt er í sund í Sundhöll Selfoss eftir viðburðinn fyrir þá sem mæta.

Fjölskyldufjörið hefst á sameiginlegri upphitun kl. 14:00. Kl. 14:15 verður salnum skipt í tvennt , annars vegar þrautabraut og hins vegar Zumba. Formlegri dagskrá lýkur síðan kl. 15:30. Nánari upplýsingar inn á facebook undir: Fjölskyldufjör.

Nýjar fréttir