12.3 C
Selfoss

Ferðafélag Árnesinga fagnar tíu ára afmæli

Vinsælast

Ferðafélag Árnesinga var stofnað árið 2009 og fagnar því 10 ára afmæli á þessu ári. Félagið hefur vaxið og dafnað nokkuð vel, en á þessum árum hefur verið farið í fjölda ólíkra ferða frá fjöru til fjalla og reynt er að hafa fjölbreytni í ferðum yfir árið.

Á þessum árum hafa líka myndast fastar hefðir. Fyrsta ferð ársins er fyrsta laugardag í janúar og er þá farið inn á Inghól, sama leið, en alltaf jafn skemmtilega breytileg eftir veðri. Gengið hefur verið með suðurströndinni frá Þjórsárósum og er hópur frá félaginu kominn til Keflavíkur. Áhugi er fyrir að halda áfram að minsta kosti upp í Hvalfjörð. Jólakakó í Hellinum í Hellisskógi er alltaf notaleg samverustund í desember.

Ekki er greitt fyrir þáttöku í ferðir og eru allir velkomnir þó þeir séu ekki skráðir í félagið. Nýjir ferðafélagar koma gjarnan með nýjar hugmyndir. Óskað er eftir því að þeir sem fá far með öðrum taki þátt í bensínkostnaði og einnig er greitt ef um rútuferðir er að ræða. Allar ferðir og viðburðir eru auglýstir inni á heimasíðu félagsins ffar.is og einnig á facebook Ferðafélag Árnesinga.

Aðalfundur félagsins verður haldinn á morgun fimmtudaginn 28. mars kl. 19.30 í Karlakórssalnum Eyravegi 67 á Selfossi. Hefst hann með því að John Snorri Sigurjónsson segir frá ferðum sínum. Hann hefur meðal annars klifið K2. Öllum er velkomið að koma og hlusta á John Snorra. Að því loknu verður hefðbundinn aðalfundur.

Nýjar fréttir