4.3 C
Selfoss
Home Fréttir FSu fékk grænfánann

FSu fékk grænfánann

0
FSu fékk grænfánann
Skólameistari, umhverfisnefnd FSU og Ólafur Einarsson, kennari við fánann góða. Mynd: FSu.

Fjölbrautaskóli Suðurlands fékk nýlega afhentan grænfánann. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skóla. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.

Umhverfisnefnd FSu hefur verið starfandi um lengra skeið en margan grunar. Hún hóf starf sitt í kringum árið 2016 og hefur síðan þá lagt aðaláherslu á markmið grænfánaverkefnisins.

Mikil vinna liggur að baki þessum tímamótum og fyrsta verkefni nefndarinnar var að velja þemu sem áttu að vera leiðarvísar okkar í gegnum verkefnið. Þemun sem heilluðu okkur mest voru „neysla og úrgangur“, „hnattrænt jafnrétti“ og „vistheimt“ sem eru langtíma verkefni. Unnið var markvisst að þessum verkefnum til þess að uppfylla skilyrði fyrir afhendingu grænfánans.

Starfsfólk skólans ásamt nemendum eru í sameiningu að leggja sitt að mörkum til þess að gera heiminn að betri stað þegar hann þarfnast þess mest. Það getur vissulega enginn gert allt en allir geta gert eitthvað. Mörg verkefnin geta verið krefjandi og sumar þeirra krefjast lífstílsbreytinga en nokkur dæmi um litlar breytingar sem allir geta gert eru til dæmis að kaupa minna plast, nota grænni ferðamáta og flokka.

Umhverfisnefndin mun starfa áfram af miklum krafti og er þetta stefna sem er komin til þess að vera.

Umhverfisnefnd FSu skiipa Ágústa Sigurðardóttir, Ástrós Lilja Ingvadóttir, Brynhildur Ágústsdóttir, Elín Elfa Magnúsardóttir, Guðbjörg María Onnoy, Guðni Steinarr Guðjónsson, Perla Sævarsdóttir, Sandra Lilja Björgvinsdóttir og Sigdís Erla Ragnarsdóttir. Kennari er Ólafur