12.3 C
Selfoss
Home Fréttir Kubbur ehf. með lægsta tilboð í sorphirðu í Ölfusi

Kubbur ehf. með lægsta tilboð í sorphirðu í Ölfusi

0
Kubbur ehf. með lægsta tilboð í sorphirðu í Ölfusi

Í liðinni viku voru opnuð tilboð í verkið „Sorphirða í Ölfusi 2019–2024“. Alls bárust þrjú tilboð í verkið. Íslenska gámafélagið ehf. bauð 218.142.520 kr., Gámaþjónustan ehf. 223.743.898 kr. og Kubbur ehf. 167.037.669 kr. Kostnaðaráætlun Eflu var 176.241.440 kr. Kubbur ehf. var því með lægsta tilboðið eða 5% undir kostnaðaráætlun. Verðmunur hæsta og lægsta tilboðs var 32% eða tæplega 58 milljónir.

Samkvæmt fundargerð bæjarstjórnar ölfuss frá 28. febrúar sl. stendur yfirferð á gögnum tilboðsins og tæknilegum atriðum nú yfir og eru þau leidd af Verkfræðistofunni Eflu. Þegar þeirri vinnu er lokið mun sveitarfélagið funda með Kubbi og ræða sérstaklega tæknileg atriði verksins hvað varðar til að mynda ráðstöfun endurvinnsluefnis sem Kubbur eignast við hirðuna. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra framgang verkefnisins og að leggja frágenginn og undirritaðan samning til kynningar fyrir bæjarráð þegar forvinnu er lokið.