-7.2 C
Selfoss

Elvar Örn og Dagný María íþróttafólk HSK 2018

Vinsælast

Á héraðsþingi HSK sem haldið var á Laugalandi í Holtum sl. fimmtudag var tilkynnt um val á íþróttakarli og íþróttakonu HSK í fyrsta sinn, en reglugerð um kjörið var breytt á þingi 2018. Það voru þau Dagný María Pétursdóttir, taekwondokona og Elvar Örn Jónsson, handknattleiksmaður, bæði úr Umf. Selfoss, sem voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl HSK árið 2018.

Dagný María vann til gullverðlauna á Norðurlandamótinu 2018 og vann einnig til gullverðlauna á Nurtzi Open í Finnlandi. Hún er ein af sterkustu taekwondokonum landsins.

Elvar Örn er lykilleikmaður í liði Selfoss í Olísdeild karla í handbolta sem náði sínum besta árangri í deildarkeppni árið 2018. Liðið lék í undanúrslitum Íslandsmótsins og náði einnig eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni. Elvar Örn hefur stimplað sig inn sem A-landsliðsmaður og var valinn besti leikmaður Olísdeildarinnar árið 2018.

Þess má geta að Guðmundur Kr. Jónsson, heiðursformaður HSK og afi Elvars, afhenti verðlaunin með Guðríði Aadnegard, formanni HSK, en Guðmundur Kr. var kosinn íþróttamaður HSK árin 1965 og 1966.

Aðrir tilnefndir í kjörinu voru:
Akstursíþróttir: Atli Jamil Ásgeirsson, Torfæruklúbbi Suðurlands.
Blak: Ragnheiður Eiríksdóttir, Hamri og Hilmar Sigurjónsson, Hamri.
Frjálsar íþróttir: Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra og Kristinn Þór Kristinsson, Selfoss.
Íþróttir fatlaðra: Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra og Bjarni Friðrik Ófeigsson, Suðra.
Golf: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Andri Már Óskarsson, GHR.
Glíma: Jana Lind Ellertsdóttir, Garpi og Jón Gunnþór Þorsteinsson, Þjótanda.
Handknattleikur: Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi.
Hestaíþróttir: Katrín Eva Grétarsdóttir, Háfeta og Sigurður Sigurðarson, Geysi.
Júdó: Egill Blöndal, Selfossi.
Knattspyrna: Magdalena Anna Reimus, Selfossi og Guðmundur Axel Hilmarsson, Selfossi.
Körfubolti: Helga Sóley Heiðarsdóttir, Hamri og Halldór Garðar Hermannsson, Þór.
Motocross: Gyða Dögg Heiðarsdóttir, Selfossi.
Skotíþróttir: Helga Jóhannsdóttir, SFS og Hákon Þór Svavarsson, SFS.
Taekwondo: Þorsteinn Ragnar Guðnason, Selfossi.

Nýjar fréttir