0.6 C
Selfoss

Viðar Örn kominn til Hammarby

Vinsælast

Viðar Örn Kjartansson, knattspyrnumaður frá Selfossi, hefur skrifað undir samning við sænska liðið Hammarby. Viðar Örn kemur á lánssamningi frá Rostov og fær treyju númer 17. Viðar og Kjartan faðir hans komu til Stokkhólms ásamt umboðsmanni þeirra í gær og fór Viðar í læknisskoðun og viðtöl við sænska blaðamenn í framhaldinu.

Hammarby er spennandi félag með glæsilegan leikvang sem nefnist Tele2 stadium og mæta um 25.000 manns á alla leiki. Sænska deildin hefst eftir tvær vikur.

Viðar er búinn að koma við hjá nokkuð mörgum félögum frá því hann fór út í atvinnumennsku. Hann fór fyrst frá Selfossi í ÍBV en síðan aftur í Selfoss og loks Fylki áður en hann fór út til norska félagsins Våleranga þar sem hann sól í gegn og varð markakóngur. Þaðan fór hann til kínverska liðsins Jiangsu Suning og svo aftur til Svíþjóðar til Malmö. Frá Malmö lá leiði til Ísraels til Maccavi Tel Aviv FC og svo þaðan til Rostov í Rússlandi. Nýjasta félagið er svo sænska liðið Hammarby.

Nýjar fréttir