10 C
Selfoss

Skönnun á botni Ölfusár

Vinsælast

Björgunarfélag Árborgar í samvinnu við Sérsveit ríkislögreglustjóra og kafara Landhelgisgæslunnar unnu í gær að því að skanna botn Ölfusár neðan við Ölfusárbrú með fjölgeislamælingum. Aðstæður á og við ána hafa verið mjög góðar og veður einnig.

Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að við fyrstu greiningu, á vettvangi, á gögnum úr skönnun hafi komið upp atriði sem tilefni var til að skoða betur og reyndist unnt að útiloka sum þeirra með málmleitartæki og með því að setja Gopro myndavélar niður á þeim hnitum í ánni en önnur gefa tilefni til frekari skoðunar þar sem að þar kom straumþungi, dýpi og grugg í veg fyrir að unnt væri að sannreyna með fullri vissu hvað væri þar.

Búið er að safna umtalsverðu af gögnum og í raun mun meira en væntingar stóðu til. Næst er að tengja saman gögnin úr hverri ferð með skannann og sjá hvort eitthvað kemur í ljós sem gefur síðan tilefni til frekari skoðunar. Þess má vænta að sú vinna taki alla næstu viku.

Nýjar fréttir