2.8 C
Selfoss

Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi

Vinsælast

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt þegar vetrarfrí fjölskyldunnar er annars vegar. Verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands fór af stað með síðastliðið haust ber heitið Vetrarfrí fjöskyldunnar og er unnið í samstarfi við faghóp sveitarfélaga um ferðamál á Suðurlandi. Markmið er að draga fram alla þá fjölbreyttu möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetrarfríinu. Það þarf ekki alltaf að fara langar leiðir til þess að komast í skemmtilega afþreyingu eða magnaða upplifun.

Á Suðurlandi er hátt þjónustustig og fjölbreyttir möguleikar í afþreyingu fyrir alla fjölskylduna hvort sem fólk vill fara í dagsferðir eða lengri ferðir.

Suðurland er einstakur áfangastaður og hefur í raun og veru allt sem Ísland hefur upp á að bjóða, s.s. fossa, fjöll, jökla, eyðisanda, jarðhitann og hraunið auðvitað. Síðan má ekki gleyma mólendinu, sjálfsprottnum birkiskógum og öðrum skógum þar sem kjörið er að njóta útivistar. Á Suðurlandi er gott aðgengi, stutt í náttúruperlur og ótrúlega margt í boði á litlu svæði, allt frá hálendi niður að sjó. Það er því um að gera að kynna sér nánar hvað er í boði en á síðunni https://www.south.is/is/hvad-a-ad-gera/vidburdir/vetrarfri-fjolskyldunnar-a-sudurlandi er heilmikill fróðleikur um hvað er í boði á Suðurlandi í vetrarfríi fjölskyldunnar.

Nýjar fréttir