6.1 C
Selfoss

Sögusýning í Húsinu í tilefni 90 ára afmælis Litla-Hrauns

Vinsælast

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnar á afmælisdeginum í dag föstudaginn 8. mars kl. 17. Á sýningunni er sögð saga fangelsisins. Þróun á starfsemi Litla-Hrauns sem stofnunnar er þar í forgrunni en auk þess er litið inn í veröld fangavarða, fanga og samfélagsins í kring. Sýningin er byggð á ýmsum munum frá fangelsinu, ljósmyndum sem til eru og gagnorðum sýningartextum.

Vinnuhælið á Litla-Hrauni tók til starfa 8. mars 1929 í byggingu í útjaðri Eyrarbakka sem reist var sem sjúkrahús en hóf svo ekki starfsemi sökum fjárskorts. Á þessum tíma voru refsifangamálefni í miklum ólestri og sáu yfirvöld þarna tækifæri til að leysa úr þeim vanda með því að fá sjúkrahúsbyggingunni það hlutverk að hýsa refsifanga. tarfsemin hét Vinnuhælið á Litla-Hrauni og voru jarðirnar Stóra- og Litla-Hraun lagðar undir starfsemina og rekinn búskapur á vinnuhælinu til 1970. Síðar var starfseminni breytt úr vinnuhæli í afplánunarfangelsi og starfsemin fékk heitið Fangelsið Litla-Hraun. Stofnunin er stærsta fangelsi landsins og eru þar allt að 87 fangar og 57 stöðugildi. Tíu byggingar eru við fangelsið.

Sýningin verður opin allar helgar í mars og apríl kl. 14–17. Auk þess verður séropnun í kringum páska og opið á sama tíma alla virka daga frá 15. apríl. Sumaropnun safnsins hefst 1. maí og þá eru söfnin opin upp á gátt alla daga kl. 11–18. Ávallt heitt á könnunni og verið velkominn. Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Byggðasafn Árnesinga og Fangelsið Litla-Hraun

Nýjar fréttir