8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Sýningin Flæði opnar í Listagjánni á morgun

Sýningin Flæði opnar í Listagjánni á morgun

0
Sýningin Flæði opnar í Listagjánni á morgun
Erna Lúðvíksdóttir.

Ný sýning, sem ber heitið Flæði, eftir Ernu Lúðvíksdóttur er næsta sýning í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin opnar á morgun laugardaginn 9. mars.

Erna er fædd á Akranesi en flutti ung austur fyrir fjall. Hún bjó um tíma í Fljótshlíðinni en kom þaðan á Selfoss og bjó þar í allmörg ár. Hún er sjálfmenntuð í myndlist og vinnur yfirleitt í olíu. Málverkin fæðast á misjafnan hátt en yfirleitt segist Erna bara byrja og svo flæði myndirnar fram „Ég hef mikla ánægju af að mála og takast á við þær áskoranir sem upp koma og þarf að leysa úr“ segir hún.

Sýningin sem er fyrsta einkasýning Ernu er jafnframt sölusýning.

Allir eru hjartanlega velkomnir á opnunina laugardaginn 9. mars kl. 14:00.