5 C
Selfoss

Brúarstræti og Miðstræti heita göturnar í nýja miðbænum á Selfossi

Vinsælast

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi sínum sl. fimmtudag, tillögu frá Sigtúni þróunarfélagi að nýju göturnar tvær í miðbænum muni heita Brúarstræti og Miðstræti.

Sigtún þróunarfélag óskaði á sínum tíma eftir tillögum frá bæjarbúum um nöfn á þessum tveimur götum á Facebook, en þær hafa hingað til verið kallaðar A-gata og B-gata í deiliskipulagsferlinu. Þátttaka var góð og margir stungu upp á þessum tveimur götuheitum.

„Þau eru falleg, látlaus og skýra sig vel sjálf; Brúarstræti liggur í beinu framhaldi af Ölfusárbrúnni og Miðstræti þvert á hana í miðjum miðbæjarkjarnanum. Í fyrri hluta götunafnanna felst þannig skýr vísbending um staðsetningu þeirra, auk þess sem „stræti“ gefur til kynna þann miðbæjarbrag sem sóst er eftir með deiliskipulaginu“, segir Guðjón Arngrímsson hjá Sigtúni þróunarfélagi.

Nýjar fréttir