7.8 C
Selfoss

Pústþjónusta að nýju á Selfossi

Vinsælast

Nýtt fyrirtæki, PogP, hefur tekið til starfa á Selfossi. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í pústviðgerðum, pólýhúðun og sandblæstri. „Mig langaði alltaf að opna mitt eigið verkstæði. Þá kom upp sú hugmynd um að opna pústþjónustu samhliða almennum bílaviðgerðum en pústþjónusta hefur ekki verið á Selfossi í mörg ár. Við þetta bættist svo pólýhúðun og sandblástur, en ég hef komið upp góðri aðstöðu fyrir hvort tveggja á verkstæðinu hér í Gagnheiðinni,“ segir Ágúst Bachmann, eigandi verkstæðisins. Ágúst hefur verið lengi viðloðandi bílaviðgerðir og vann lengst af hjá Toyota á Selfossi áður en hann fór út í eigin rekstur.

„Við erum ákaflega vel útbúnir hér og getum tekið allar stærðir ökutækja til okkar í pústþjónustu. Eins smáviðgerðir eins og t.d. spindla, hjólalegur og þess háttar, þar sem miðað er við að bílinn sé klár samdægurs. Þá er ég með efnissölu, sérsmíði og á svo stöðluð pústkerfi fyrir flest ökutæki. Hvað pólýhúðunina varðar erum við með fjölmarga liti á lager og getum útvegað nánast allt það sem hugurinn girnist í þeim efnum. Við höfum tekið mikið af boddýhlutum og felgum ýmis konar til meðhöndlunar, en efnið er afar sterkt og endingargott. Sandblásturinn er svo hluti af þessu þannig að við erum að blása og hreinsa upp hlutina áður en við húðum þá.“ segir Ágúst að lokum.

Nýjar fréttir