-3.3 C
Selfoss

Lið FSu komst í 4-liða úrslit í Gettu betur

Vinsælast

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands keppti við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í spurningakeppninni Gettu betur sl. föstudag. FSu vann þar frækinn sigur, 37-22, og er komið í fjögurra liða úrslit. Þess má geta að lið FG eru sigurvegarar síðasta árs.

Í 8-liða úrslitunum vann Versló MA 29-22 og MR vann MH 30-25. Það eru því lið Versló, MR og FSu sem komin eru í 4-liða úrslitin. Síðasta viðureignin í 8-liða úrslitunum er næsta föstudag en þá eigast við Borgarholtsskóli og Kvennaskólinn. Síðan verða tvær viðureignir í 4-liða úrslitum og sigurliðin keppa svo til úrslita.

Lið FSu er skipað þeim Sólmundi Magnúsi Sigurðarsyni, Svavari Daðasyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur.

Nýjar fréttir