-3.9 C
Selfoss

Bikarveisla í Hleðsluhöllinni í kvöld

Vinsælast

Það verður sannkölluð bikarveisla í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld því þá leika bæði Selfossliðin í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta. Með sigri komast liðin í „Final4“ eða á fjögurra liða úrslitahelgina. Ljóst er að við ramman reip verður að draga því mótherjarnir eru ekki af verri endanum, topplið Olís-deildanna, Valur og Fram.

Selfoss-stelpurnar hefja leik á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram kl. 18:00.
Strákarnir leika síðan við Val og hefst sá leikur kl. 20:15.

Nú er um að gera að mæta og hvetja liðin til sigurs.

Nýjar fréttir