12.8 C
Selfoss

Bjarni Bjarnason íþróttamaður Bláskógabyggðar 2018

Vinsælast

Hestamaðurinn Bjarni Bjarnason, Hestamanafélaginu Trausta, var valinn íþróttamaður Bláskógabyggðar fyrir árið 2018. Hóf til heiðurs íþróttafólki í Bláskógabyggð var haldið á Laugarvatni 14. febrúar sl. í umsjón æskulýðsnefndar Blláskógabyggðar.

Tveir knapar voru tilnefnir til íþróttamanns ársins, Bjarni Bjarnason, ættaður frá Þóroddsstöðum, en hann er félagi í Hestamannafélaginu Trausta og Finnur Jóhannesson frá Brekku, sem keppir fyrir Hestamannafélagið Loga. Bjarni stóð sig mjög vel á flestum þeim mótum sem hann keppti í á síðasta ári og þá sérstaklega í skeiðgreinum. Þetta er þriðja árið í röð og fjórða skiptið alls sem Bjarni er valinn íþróttamaður Bláskógabyggðar.

Fimm ungmenni voru heiðrum fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2018 þau eru frá vinstri: Jana Lind Ellertsdóttir, Jóna Kolbrún Helgadóttir, Dagur Úlfarsson, Ólafur Magni Jónsson og Brynjar Logi Sölvason.

Þá voru fjögur ungmenni heiðruð við þetta tækifæri fyrir að hafa náð Íslands- og eða Bikarmeistaratitli á árinu 2018. Þau eru Brynjar Logi Sölvason fyrir Íslandsmeistaratitil í hástökk, Ólafur Magni Jónsson fyrir Íslandsmeistaratitla í kúluvarpi og sleggjukasti og Bikarmeistaratitil í kringlukasti, Jóna Kolbrún Helgadóttir fyrir Íslands- og Bikarmeistaratitla í 4*200 m. boðhlaupi og Dagur Úlfarsson fyrir Bikarmeistaratitil í 9. flokki drengja í körfubolta. Þá var Jana Lind Ellertsdóttir heiðruð fyrir framúrskarandi árangur í glímu og öðrum fangbrögðum.

Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar hafði veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd hófsins.

Nýjar fréttir