9.5 C
Selfoss

Umferðarslys við Hjörleifshöfða

Vinsælast

Suðurlandsvegi var lokað milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs seinnipartinn í dag vegna áreksturs tveggja bifreiða við Hjörleifshöfða. Viðbragðsaðilar voru við vinnu á vettvangi. Á facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að talsverð slys hafi orðið á fólki. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja slasaða af vettvangi. Ökumenn og farþegar voru erlendir ferðamenn.

Uppfært 18:17
Búast má við að lokun Suðurlandsvegar vari í 2-3 klukkustundir vegna björgunarstarfa og rannsóknarvinnu á vettvangi.

Uppfært 18:58
Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent á vettvangi og er nú unnið að því að koma slösuðum um borð. Ljóst er það mun taka nokkurn tíma sökum áverka hinna slösuðu.

Uppfært 19:36
Allir hinir slösuðu hafa verið fluttir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem er að taka á loft á vettvangi. Við tekur áframhaldandi vinna og rannsókn á vettvangi.

Nýjar fréttir