9.5 C
Selfoss

Áfram heilsárslandvarsla í Fjaðrárgljúfri

Vinsælast

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að ákveðið hafi verið að vera með landvörslu allt árið í Fjaðrárgljúfri. „Við erum hæstánægð með þessa niðurstöðu, að fá landvörð allt árið,“ segir Eva Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps um málið.

Eins og kunnugt er lokaði Umhverfisstofnun Fjaðrárgljúfri vegna þungrar umferðar ferðamanna, langvarandi þýðu ásamt vætutíð sem stofnaði náttúru svæðisins í hættu. Sveitarstjórn Skaftárhrepps kallaði í kjölfarið eftir því að fenginn yrði landvörður allt árið sem sinnti svæðinu, sjá frétt hér. Lokuninni var svo aflétt um tveim vikum seinna. Samkvæmt heimildum gekk lokunin vel þó einstaka ferðamenn hafi reynt að komast inn á svæðið í trássi við lokanir.

Ólafur A. Jónsson, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að Umhverfisstofnun hafi aukið landvörslu í Fjaðrárgljúfri og sé hún nú fyrir hendi allt árið. Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður hafi einnig í hyggju að taka höndum saman til að tryggja betur umsjón með þessu svæði.Mynd: Umhverfisstofnun.

„Það er augljóst að heilsárslandvarsla á þessu svæði mun koma sér mjög vel, enda höfum við lagt áherslu á að verja náttúruverndarsvæði sem viðkvæm eru fyrir ágangi ferðamanna og að á þeim svæðum sé jafnframt tryggð landvarsla. Það var því mikið gleðiefni að aukið fjármagn fékkst til landvörslu á þessu svæði,“ segir Ólafur.

Nýjar fréttir