7.3 C
Selfoss

Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill landvörð allt árið í Fjaðrárgljúfri

Vinsælast

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt yfirlýsingu þar sem hún harmar þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að hafa ekki starfandi landvörð við Fjaðrárgljúfur frá áramótum 2018 og fram á sumar. Í bókun á fundi sveitarstjórnar kemur fram: „Eftir reynslu frá síðastliðnum vetri er ljóst að svæðið þolir ekki þann gestafjölda sem þarna er án þess að landvörður sé á svæðinu til að upplýsa gesti og stýra umferð.“

Rétt er að benda á að Umhverfisstofnun hefur lokað Fjaðrárgljúfri frá og með 8. janúar sl. og áætlar að opna eftir tvær vikur. Í tilkynningu UST kemur fram að lokað sé vegna þess að: „Mikið álag er á svæðinu við Fjaðrárgljúfur og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna.“

Tekið er fram í fundargerðinni að lokunin hafi átt sér stað viku eftir að svæðið hafi verið skilið eftir án landvörslu. „Það verður lokað þangað til jarðvegurinn þornar, sem sýnir þá miklu þörf sem er á stöðugri landvörslu á svæðinu.“ Jafnframt segir: „Þessi umgengni við náttúruna er óásættanleg með öllu. Sveitarstjórn krest þess að Umhverfisstofnun haldi úti landvörslu alla daga, allt árið, eins og sýnt er að þörf er á. Sveitarstjóra er falið að senda bókunina á viðeigandi aðila.“ í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að erindi um málefni Fjðarárgljúfurst hafi verið sent formlega til Umhverfisstofnunar.

 

 

Nýjar fréttir