8.4 C
Selfoss
Home Fastir liðir Lúxus sokkar

Lúxus sokkar

0
Lúxus sokkar

Úrvalið af sokkagarninu hjá okkur í Hannyrðabúðinni er óvenjugott, ólíkar efnisgerðir, grófleikar, áferð og litbrigði og þá koma upp nýjar hugmyndir að sokkum, að þessu sinni algjörum lúxus sokkum! Garnið heitir ALPACA SOFT Regia Premium og er ein þriggja tegunda sem við fengum nýlega frá þýska framleiðandanum Schachenmayr. 62% ull, 23% polyamid (nælonstyrking) og 15% alpaka. 100 gr, 310 m – Prj. 2.5-3.5. Hinar tvær tegundirnar eru annars vegar með yakuxa- og merinoblöndu og silki- og merinoblöndu.

Sokkarnir eru í stærð 36-7 og eru prjónaðir á prj no 3. Enn sönnuðu Trio prjónarnir sig. Byrjað er að prjóna framan á tánni.

Fitjið upp 16 l. Takið tvo prjóna og færið lykkjurnar upp á þá prjóna, eina lykkju í einu á hvorn prjón til skiptis og þá eru 8 l á hvorum prjóni.

Prjónið hér eftir í hring. Setjið merki í hliðarnar ef prjóna á með 5 prjónum og skiptið lykkjunum á þá þegar hentar.

Aukning á tá:

** 1 sl, * taka upp þráðinn sem er á milli, snúa upp á og prj sl í hann*. Prjónið þar til 1 l er eftir á prjóninum og endurtakið * – *

Prjónið hinn prjóninn eins **.

Endurtakið ** _ ** þangað til 28 l eru í umferðinni.

prj 1 umf sl og síðan ** – ** tvisvar

Prj 2 umf sl og síðan *** – *** þrisvar. Nú eiga að vera 48 l í umf.

Prj 4 umf slétt.

Fyrri prjónninn (fyrri helmingurinn af lykkjunum) verður nú prjónaður með mynsturprjóni en seinni helmingurinn sl prjóni.

Ein mynstureining er 4 umf:

< 3 br, 3 sl, 2 br, 3 sl, 2 br, 3 sl, 2 br, 3 sl, 3 br, 24 sl > 2 umferðir

3 br, << Næstu þrjár lykkjur á prjóninum eru sléttar. Krækið prjóninum í þá öftustu og steypið henni framaf prjóninum yfir hinar tvær. Þá eru tvær lykkjur eftir. Prj 1 sl, slá uppá, 1 sl, 2 br >>. Endurtakið << – >>. <<< Takið næstu l fram af prj óprj, 1 sl, slá upp á, 1 sl, taka óprj l yfir þær þrjár sem komnar eru á prj til viðbótar >>>. 2 br. endurtaka <<< – >>>, 3 br. 24 sl. Prj eina umf < – >

Prjónið áfram mynsturprjón alls 38 umf. Þá byrjar smávægileg aukning í hliðunum til að gefa meiri vídd um ristina. Gerið nýja l í upphafi umferðar með því að taka upp þráðinn sem er á milli, snúa upp á og prj br í hann, endurtakið í lok mynsturprjóns hinum megin. Prj 2 umf. Endurtakið tvisvar en endið við lok mynstursins í síðustu umferðinni. Nú ætti að hafa fjölgað um 6 l og br l hvoru megin við mynsturprjónið ættu að vera 6. Nú verður prj hæll með styttum umferðum á slétta hlutanum.

Prj (slétt á réttu, brugðið á röngu) þar til ein l er eftir (í fyrstu og annarri umf og síðan altaf einni l fyrr). Takið hana óprj af prj eins og ætti að prj sl. Snúið stykkinu þannig við að bandið fari utan um lykkjuna. Takið hana óprj af prj eins og ætti að prj sl. Köllum þessa lykkju snúningslykkju og er minni hætta á götum á hælunum ef ekki er prjónað of laust hérna. Þegar búið er að prjóna þannig og snúa við í síðasta sinn eru 8 snúningslykkjur í köntunum og 8 l eftir á miðju hælstykkinu.

Prjónið áfram fram og til baka en nú bætist ein snúningslykkja við í enda hverrar umferðar. Hún er prjónuð með því að fara með prjóninn fyrst inn undir bandið sem lagðist utanum hana og síðan inn í sjálfa lykkjuna og prj sl bæði á réttu og röngu. Snúið við og takið fyrstu l óprj af prj (eins og gera eigi sl l á réttunni en eins og eigi að gera br l á röngunni – við þetta verður sl lykkja á brúninni við samskeytin báðum megin). Þegar búið er að prjóna upp allar snúningslykkjurnar og snúa við í síðasta sinn er prjónað áfram í hring. Í fyrstu umferðinni er gott að búa til lykkju við samskeytin í hliðunum sem er síðan prjónuð með næstu l við hliðina í næstu umf til að koma í veg fyrir að þar myndist göt.

Í 3. umf frá hæl er byrjað að fækka aftur lykkjum í aukavíddinni í hliðunum. Í upphafi umf eru prj saman 2 br og aftur í lok mynsturprjóns. Prj 2 umf og endurtakið þetta tvisvar.

Þegar búið er að prj 16 umf frá hæl byrjar stroff aftan á kálfanum. 3 sl, (2 br, 2 sl þar til 5 sl eftir), 2 br, 3 sl. Haldið áfram að prjóna mynsturprjónið að framan alla leið upp. Þegar stroff er orðið 18 sm er fellt laust af með því að prj 2 sl, prjóna aftur í gegnum þær, * prj 1 sl og prj í gegnum síðustu 2 l  *. Endurtaka * – * út umf. Slítið frá og prjónið hinn sokkinn eins. Gangið frá endum og vindið úr volgu sápuvatni skolið og leggið til þerris.

Hönnun: Alda Sigurðardóttir