-2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Heims um ljóð hreyfingin sendir út ákall

Heims um ljóð hreyfingin sendir út ákall

0
Heims um ljóð hreyfingin sendir út ákall

Framundan í febrúar er ljóðalestur fyrir heim án múra og hindrana. Bókabæirnir austanfjalls leita nú til ljóðskálda til að flytja ljóð um efnið – og yrkja þau!

Í heimsmynd okkar er víða að finna veggi, sem byggðir eru til að skilja fólk að. Steypuveggir, vírveggir og ósýnilegir veggir byggðir með peningum og misrétti.

Skáldin sem taka þátt í Heims um ljóð hreyfingunni (World Poetry Movement) standa fyrir heim án hindrana og misréttis á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, kynferðis, félagslegrar stöðu eða trúar.

Ljóðlistin er til þess að útrýma veggjum, veggjunum á milli okkar og innra með okkur.

Við köllum til ljóðskáld heimsins til að taka þátt í alþjóðlegri herferð gegn hindrunum. Við berjumst með orðum okkar í öllum löndum heimsins í febrúar 2019.

Áhugasöm um þátttöku geta haft samband við Hörpu Rún Kristjánsdóttur á facebook, í síma, á netfangið harparunholum@gmail.com, eða þar sem hana er að finna. Lesið verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 20. febrúar næstkomandi.