-0.5 C
Selfoss

Það hefur hlánað og minni líkur á skafrenningi

Vinsælast

Frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar koma eftirfarandi skilaboð:

Það hefur hlánað og því eru minni líkur á skafrenningi.  Hvessir hins vegar sunnan til í dag.  Austan 23-28 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.  Hviður allt að 50 m/s.  frá um kl. 13-14, veðrið nær hámarki um kl. 19 en svo lægir um miðnætti.   Í Öræfum verður byljótt við Sandfell frá um kl. 15 og fram á nótt.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar koma eftirfarandi upplýsingar fram:

Hugsanlegar lokanir á vegum vegna veðurs 5. og 6. febrúar 2019.

Vegna slæms veðurútlits má búast við að einhverjir vegir lokist eða verði ófærir um tíma í dag og jafnvel fram á morgundaginn. – Athugið að þetta er aðeins áætlun en allt ræðst þetta af því hvernig veðrið þróast.

Hvolsvöllur – Vík:  Lokun kl. 12:00. 5. feb.  – Líkleg opnun:  kl 04:00 6. feb.

Skeiðarársandur og Öræfi (Núpsstaður-Höfn): Lokun kl. 16:00 5. feb. – Líkleg opnun:  kl 10:00 6. feb.

 

Nýjar fréttir