7.3 C
Selfoss

Appelsínugul viðvörun fyrir Suðurland – hviður allt að 45 m/s

Vinsælast

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram: „Hvessir talsvert í nótt og á morgun um landið sunnan- og vestanvert, víða hvassviðri eða stormur á þeim slóðum. Hvessir enn frekar síðdegis á morgun, einkum syðst og í Öræfasveit þar sem fer í rok og jafnvel staðbundið ofsaveður með hviðum allt að 45 m/s. Líkur á talsverðum skafrenningi fram eftir morgundegi þar til fer að hlána en þá getur myndast mikil hálka.“

Enn fremur segir: „Vaxandi austanátt í kvöld og nótt með skafrenningi, 15-23 í fyrramálið S- og V-lands, en hvessir enn frekar þegar kemur fram á daginn, 18-28 seinnipartinn og hvassast við fjöll S-til. Hægari á N- og A-landi. Slydda eða rigning allra syðst á landinu en dálítil slydda eða snjókoma A-lands. Minnkandi frost á morgun og fer að hlána víða S-lands í fyrramálið.“

Viðvaranir fyrir svæðið eru í gangi.

Gul viðvörun frá kl. 03 aðfararnótt þriðjudags til kl. 06 á miðvikudagsmorgun. „Gengur í austan hvassviðri eða storm, en staðbundið rok í Austur-Landeyjum og þar austur af í nótt. Víða mikill skafrenningur, einkum fyrir hádegi og lélegt ferðaveður, sér í lagi á fjallvegum.“

Appelsínugul viðvörun Frá kl. 15 á þriðjudagseftirmiðdag til kl. 22 annað kvöld. Gengur í austan storm eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður í Austur-Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Hviður geta náð allt að 45 m/s. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður.

Nýjar fréttir