3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Elvar Örn fer til danska liðsins Skjern

Elvar Örn fer til danska liðsins Skjern

0
Elvar Örn fer til danska liðsins Skjern
Elvar Örn jónsson handknattleiksmaður Selfossi. Mynd: Umf. Selfoss.

Elvar Örn Jónsson handknattleiksmaður frá Selfossi hefur skrifað undir samning við danska liðið Skjern. Samningurinn er til tveggja ára. Elvar mun spila með liði Selfoss út þessa leiktíð en halda síðan til Danmerkur.

Skjern er eitt af toppliðunum í Danmörku og leikur einnig í Evrópudeildinni í handbolta. Með liðinu leika nokkrir vel þekktir leikmenn eins og t.d. Anders Eggert, Bjarte Myrhol og Kasper Søndergaard. Þá má geta þess að Björgvin Gústafsson, landsliðsmarkmaður Íslands, leikur einnig með liðinu.

Patrekur Jóhannesson, núverandi þjálfari Selfoss, mun taka við þjálfun Skjern að loknu þessu tímabili. Þeir Patrekur og Elvar Örn munu því vinna saman í Danmörku líkt og þeir hafa gert með liði Selfoss undanfarin tvö tímabil.