10 C
Selfoss

Suðurlandsslagur á Selfossi

Vinsælast

Í kvöld var sannur Suðurlandsslagur í 1. deildinni í körfubolta þegar Selfoss tók á móti Hamri. Fyrir leikinn voru aðeins tvö stig sem skildu liðin að, en með sigri gátu Selfyssingar jafnað Hamar að stigum og opnað verulega fyrir baráttuna um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn þar sem bæði lið skiptust á að skora. Í lok fyrsta leikhluta var Hamar með 4 stiga forystu. Í öðrum leikhluta voru gestirnir þó nokkuð betri og náðu að leiða í hálfleik með 9 stigum. Eftir hálfleik héldu Hamarsmenn áfram að vera sterkari aðilinn í leiknum og virtist fátt koma í veg fyrir sigur hjá gestunum. Í fjórða leikhluta byrjuðu heimamenn hinsvegar með krafti og náðu þeir að koma sér inn í leikinn. Gestirnir héldu þó út og enduðu á naumum sigri, 94-97.

Atkvæðamestu leikmenn Selfoss voru þeir Hlynur Hreinsson (20 stig), Chaed Brandon W. (20 stig) og Marvin S. (20 stig, 9 fráköst).

Hjá Hamri voru það Everage Lee R. (23 stig, 9 fráköst), Julian R. (17 stig) og Ragnar Jósef (16 stig) sem sáu um að koma sigrinum í höfn.

Nýjar fréttir