6.1 C
Selfoss

Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ afhentu tvö tæki

Vinsælast

Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði afhentu stofnuninni í gær tvö ný tæki sem munu nýtast vel í þjónustu við dvalargesti Heilsustofnunar.

Annars vegar voru fjármögnuð kaup á áreynslubúnaði frá Welch Allyn/Mortara. Um er að ræða heildstæðan áreynsluprófunarbúnað þ.e. hugbúnaður, tölva, prentari, mónitor, skápur undir tækið og æfingahjól. Hins vegar færðu samtökin Heilsustofnun, Seca mBCA líkamsgreiningartæki sem mælir m.a. vöðvamassa, fitumassa, og vatnsmagn í líkamanum.

Heildarverð þessa búnaðar er 4,5 milljónir og er fjármagnað úr sjóði Hollvinasamtaka Heilsustofnunar. Hollvinir eru um 1.100 talsins, árgjaldið er 3.000 kr. á ári og rennur það óskipt til kaupa á tækjum og búnaði fyrir Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Nýjar fréttir