Gönguskíðabraut á golfvellinum í Gufudal

Hratt var brugðist við fyrirspurnum um troðna gönguskíðabraut í Hveragerði. Einar Lyng hjá GHG og Hafsteinn Davíðsson hjá Kjörís brugðust hratt við bón bæjarstarfsmanna og er búið að troða braut sem byrjar á 6. braut golfvallarins í Gufudal.

Brautin telur um 600 metra og er farinn hringur frá sjöttu flöt og á fjórðu braut að sjöttu og sjöundu og upp með áttundu braut meðfram Varmá og Sauðá að sjöttu flöt aftur.

Þúsund þakkir til þeirra félaga. Nú er tilvalið að skella á sig gönguskíðunum í blíðunni og stunda þessa skemmtilegu vetraríþrótt.