-6.1 C
Selfoss

Frístundaakstri haldið áfram í Árborg á vorönn

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að framlengja samningi við Guðmund Tyrfingsson ehf. um frístundaakstur fyrir grunnskólabörn í sveitarfélaginu vorið 2019. Verkefnið er tilraunaverkefni sem hófst sl. haust. Eknar eru tvær leiðir sem ganga eftir hádegi alla virka daga. Tímatöflur og leiðir má finna á vef sveitarfélagsins, hér. Dagskráin hafði samband við Braga Bjarnason, menningar og frístundafulltrúa Árborgar. Hvernig hefur verkefninu verið tekið? „Verkefninu hefur verið tekið mjög vel og almenn ánægja með nýtinguna sem hefur verið góð. Þetta er talsvert aukin þjónusta fyrir heimilin sem léttir undir og minnkar skutl í frístundir. Foreldrar hafa verið duglegir að benda á hvað sé gott og hvað megi gera betur. Það er ágætt að nefna hér að foreldrar ræði við börnin og fái fram hvað er vel gert og ef eitthvað þarf að laga þannig að þjónustan verði sem allra best. Sveitarfélagið hefur í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson, sem sér um aksturinn, reynt að aðlaga kerfið þannig að sem flestir geti nýtt sér þjónustuna.“ Um 400-500 einstaklingar eru að nýta sér þjónustuna í hverri viku samkvæmt tölum frá Árborg.

Nýjar fréttir