-1.6 C
Selfoss

Há vatnsstaða í Ölfusá eftir rigningar síðustu daga

Vinsælast

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að vatnsstaða sé há í ám á Vestur- og Suðurlandi eftir rigningar undanfarinn sólarhring. Rennsli í Ölfusá er, þegar þetta er ritað, 946,4 m³/sek og vatnshæð er 322,3 cm. Meðalrennlsi í ánni er 423 m³/sek að jafnaði samkvæmt heimildum. Ennfremur segir Veðurstofan að áfram sé spáð rigningu á köflum á svæðinu fram á laugardag. Því má gera ráð fyrir því að vatnsstaða haldist áfram há eða hækki fram yfir þann tíma.

Þetta er þó langt frá því sem var um svipað leyti 2006, en þá voru að renna um 2000 m³/sek.

 

Nýjar fréttir