6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum

Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum

0
Alþjóðaflugvöllur í Flóanum – fundur með landeigendum
Sveitarfélagið Árborg

Á vef Árborgar kemur fram að Sveitarfélagið hafi boðað landeigendur til fundar þriðjudaginn 8. janúar. Á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifssvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum, þar sem heitir Stokkseyrarmýri og Brautartunga. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað.

Til skoðunar er að Sveitarfélagið Árborg samþykki viljayfirlýsingu um að slíkar rannsóknir fari fram. Áður en tillaga um viljayfirlýsingu verður lögð fyrir bæjarstjórn er nauðsynlegt að fá fram sjónarmið landeigenda, bæði afstöðu til staðsetningarinnar og einnig upplýsingar sem þeir gætu komið á framfæri og varða framkvæmd rannsókna.

Landeigendur sem telja sig á áhrifssvæði en hafa ekki fengið fundarboð geta haft samband og fengið frekari upplýsingar hjá Árborg, segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.