1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Útgáfuteiti á Bókakaffinu – söngur

Útgáfuteiti á Bókakaffinu – söngur

0
Útgáfuteiti á Bókakaffinu – söngur

Það var notaleg stemmning á Bókakaffinu á Selfossi í gær þar sem Halla Ósk Heiðmarsdóttir var að fagna útkomu bókar sinnar Ár eftir ár, minningarlaupur. Fræðast má um bókina og tilurð hennar hér, í viðtali við Höllu Ósk. Boðið var upp á dýrindis jólaglögg, kaffi og örlitla brjóstbirtu frá Frakklandi. Fjölskylda Höllu Óskar söng saman tvö lög en svo sungu þær systur önnur tvö. Lagið í spilaranum hér að ofan er í flutningi þeirra allra; Höllu Óskar Heiðmarsdóttur, Sigríðar Emblu Heimarsdóttur, Auðar Hörpu Ólafsdóttur og Inga Heiðmars Jónssonar sem lék undir á píanó.