-0.2 C
Selfoss

Umferðarslys á Gaulverjabæjarvegi

Vinsælast

Uppfært: Á Gaulverjabæjarvegi varð árekstur tveggja bifreiða sem komu úr gagnstæðum áttum. Ökumenn voru einir á ferð í bifreiðum sínum en beita þurfti klippum til að ná þeim út. Þyrla Landhelgisgæslunar hefur verið kölluð út.

 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að Gaulverjabæjarvegur sé lokaður vegna umferðarslyss, vestan við Stokkseyri. Búast má við að vegurinn verði lokaður um sinn. Þeim sem þurfa að komast til Stokkseyrar er bent er á að fara Gaulverjabæjarveg um Flóann.
Unnið er á vettvangi og ekki hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Nýjar fréttir