11.1 C
Selfoss

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann í uppsveitirnar

Vinsælast

Lögregla og sjúkraflutningamenn ásamt vettvangshjálparteymi frá Flúðum voru kölluð til á sjöunda tímanum í kvöld vegna vinnuslyss í uppsveitum Árnessýslu. Þar hafði um 500 kg stálbiti hafði fallið á mann. Vegna alvarleika og eðlis áverka sem maðurinn hlaut var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til og flutti manninn á bráðamóttöku Landspítalans. Lögregla annast rannsókn á tildrögum slyssins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir